Skráð þann admin | ágúst - 1 - 2017 | Slökkt á athugasemdum við Verslunarmannahelgar hátíð

Nánar varðandi dagskrá verslunarmannahelgarhátíðar Íslendingafélagsins.
Dagskráin hefst kl. 15 á að formaður félagsins, Einar Traustason bíður fólk velkomið og kynnir dagskrána nánar.
Að því loknu verður farið í leiki með börnunum, meðal leikja verður pokahlaup, reipitog og ýmsar þrautir.
Um kl 17 verður grillmaturinn tilbúinn. Íslendingafélagið býður uppá íslenskt spareribs, SS pylsur og gos. Meðlæti með kjötinu sér hver um sig um.
Brekkusöngur með Hjalta Garðarsyni og Sigurði Skagfjörð Ingvarssyni hefst um kl. 21
Eins og áður er sagt er dagskráin öll í boði Íslendingafélagsins en gisting per tjald kostar 150 kr. Peningurinn mun fara í viðhald á þaki hússins. Hægt er að greiða með reiðufé eða Vipps (Vipps nr. 46743540).
Hvað varðar aðgengi að húsinu verður það takmarkað við salerni, sturtu, matsal og stofum. Hægt verður að nýta eldhúsið í uppvask ef þess er óskað og eflaust hægt að geyma í kæli í merktum pokum ef pláss er þegar félagið hefur komið fyrir sínum vörum.

Comments are closed.