Svefnpláss þurfa að vera greidd þremur vikum fyrir gistingu, annars fellur pöntun niður.  Börn undir 16 ára aldri fá frítt í fylgd með fullorðnum.

Við pöntun á svefnplássi með  innan við þriggja vikna fyrirvara, þarf að greiða vid pöntun.

Reikningur fyrir leigunni er sendur á tölvufangið sem skráð er við bókunina í bókunarkerfinu.

Það þarf að greiða leigu á öllu húsinu minnst þremur mánuðum fyrir bókunardagsetninguna.  Eða tveimur vikum eftir að reikningurinn er sendur.

Sá sem pantar er ábyrgur fyrir greiðslum, meðlimir sem að panta húsið í eigin nafni og á meðlima verði bera fulla ábyrgð persónulega fyrir húsinu.

Ef pöntunin er gerð á vegum fyrirtækis, félags, skóla eða álíka er borgað eftir verðskrá fyrir utanfélagsmenn.

Eftirfarandi reglur gilda um leigu á húsinu:

Leigutaka ber að þrífa húsið að dvöl lokinni. Verði misbrestur þar á áskilur Íslendingafélagið í Osló sér rétt til að krefja leigutaka um greiðslu sem nemur þeim kostnaði sem skortur á þrifnaði hefur í för með sér fyrir félagið.

Reykingar eru alfarið bannaðar í húsinu.

Ekki er heimilt að hafa með sér gæludýr.

 

Verðskrá fyrir Íslendingahúsið við Norefjell er eftirfarandi:

Verðflokkar félagsmanna:

Sumarverð

Svefnpláss fyrstu nótt kr 200, – svo kr 150,- næstu nætur

Helgi kr 3000,- (allt húsið)

virka daga (mánudag-fimmtudag) kr 750,- (allt húsið per nótt)

Verð fyrir heila viku (virka daga og helgi) kr 6750,- (allt húsið)

Vetrarverð

Svefnpláss fyrstu nótt kr 250,- svo kr 200,- næstu nætur

Helgi kr 5000,- ( allt húsið)

Verð virka daga (mánudag-fimmtudag) kr 1000,- (allt húsið per nótt)

Verð fyrir heila viku (virka daga og helgi) kr 10.000,- (allt húsið)

 

Verðflokkar utanfélagsmenn:

Sumarverð

Svefnpláss fyrstu nótt kr 250,- svo kr 200,- næstu nætur

Helgi kr 4500,- ( allt húsið)

Verð virka daga (mánudag-fimmtudag) kr 1125,- (allt húsið per nótt)

Verð fyrir heila viku (virka daga og helgi) kr 10.125,- (allt húsið)

Vetrarverð

Svefnpláss fyrstu nótt kr 300,- svo kr 250,- næstu nætur

Helgi kr 7500,- ( allt húsið)

Verð virka daga (mánudag-fimmtudag) kr 1500,- (allt húsið per nótt)

Verð fyrir heila viku (virka daga og helgi) kr.15.000,- (allt húsið)

***

Það er verið að vinna í því að endurskipuleggja verðskrána til að geta sett verðin inn í bókunarkerfið.

Sumar-tímabil í gildi frá viku 16

Vetrar-tímabil í gildi frá 1.12. hvers árs.