Skráð þann admin | janúar - 27 - 2014 | Slökkt á athugasemdum við Þrettándagleði

Sunnudaginn þann 5. janúar birtust álfakóngur, drottning, prinsessa og prins til að kveðja jólin að íslenskum sið við Lambertseter skole. Farin var stutt blysför og svo var eldur tendraður í lítilli brennu. Fólk safnaðist þar saman og söng nokkur lög. Einhverjir gestir tóku með sér flugelda og skutu upp. Þarna mættu um 70 manns á öllum aldri og er þessi atburður því kominn til að vera og munu væntanlega fleiri vættir hafa frétt af þessu næst og mæta til að vera með okkur. Kærar þakkir til þeirra sem hjálpuðu við að koma þessu á laggirnar.

Comments are closed.