Þrettándagleði verður haldin með blysför, lítilli brennu, álfasöngvum, álfadrottningu og álfakóngi. Hægt verður að grilla pylsur, sykurpúða og annað gómsætt sem að fólk hefur með sér. Einnig verður boðið upp á heitt kakó og kleinur gegn vægu gjaldi.
Hægt verður að kaupa kyndla hjá félaginu á staðnum á 20 kr stk fyrir blysförina.
Aldrei að vita hvort Grýla og hennar hyski láti sjá sig.
Mæting hjá sjoppunni við bómuna, blysförin hefst stundvíslega klukkan 16:00.