Skráð þann admin | janúar - 23 - 2019 | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót 2019

Hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Osló verður haldið þann 23. februar 2019 í Sagene Festivitetshus.

Hljómsveitin Eitthvað Gamalt og Gott ásamt gestasöngvurum mun halda uppi stuðinu eins og þeim einum er lagið.

Veislustjóri í ár er enginn annar en Ingvar Jónsson (Papi), hann er einn af vinsælustu veislustjórum á Íslandi í dag.

Fjöldasöngurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með öllu tilheyrandi.

Skipuleggjandi þorrablótsins í ár auk Íslendingafélagsins í Osló er Guðmundur Gíslason (Gummi Gísla), en hann er nú með okkur í 14 skiptið.

Borðin munu svigna undan gæðamat frá landinu góða.

Happadrættið verður á sínum stað eins og venjulega með veglegum vinningum.

Félagsmenn geta keypt miða í forsölu á 500 kr. fram til 15 janúar. Eftir það verða allir miðar seldir á 650 kr. Hér gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Miðað við aðsókn á fyrri blót er um að gera að tryggja sér miða í tíma.

Félagsmenn sem nýta sér forsölumiðana verða að hafa borgað 2018 félagsgjaldið. Hægt er að ganga frá því samtímis. Mikilvægt að símanúmer og rétt heimilisfang félagsmanns komi fram í tölvupóstinum, einnig að tekið sé fram hvort um sé að ræða einstaklings- eða fjölskyldumiða. Félagsgjaldið gildir einungis fyrir félagsmenn.

Félagsmenn sem vilja tryggja ser miða í tíma senda tölvupóst á isioslo@gmail.com merkt Þorrablót 2019.

Eftir að forsölu lýkur verða miðar seldir á 650 kr.
Ef húsrúm leyfir verða miðar seldir á ballið á 250 kr.
Nánar auglýst síðar.

Góða skemmtun
Stjórnin.

 

Comments are closed.