Skráð þann admin | desember - 13 - 2017 | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót 2018

Hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Osló verður haldið þann 24. februar 2018 í Sagene Festivitetshus.

Hljómsveitin Vinir Vors og Blóma koma í þriðja skiptið til að halda uppi stuðinu og skemmta landanum, en þeir voru einmitt einnig hér árið 2013 og 2014.

Veislustjóri í þetta sinn verður engin önnur en Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona sem hefur gert garðinn frægann heima með flutningi sínum á lögum Janis Joplin, Tinu Turner og Amy Winehouse.

Ískorinn mun að sjálfsögdu stíga á svið í ár enda ómissandi liður á blótinu okkar.

Skipuleggjandi þorrablótsins í ár auk Íslendingafélagsins í Osló er að vanda Guðmundur Gíslason (Gummi Gísla), en hann er nú með okkur í 13 skiptið.

Óðinn Gústafsson eðalkokkur kemur að heiman og mun tryggja það að þorramaturinn slær í gegn í ár, líkt og fyrri ár, eins og honum einum er lagið.

Icelandair sér um að koma mannskap og mat til okkar eins og venjulega ásamt því að vera með veglega vinninga í happadrættinu.

Félagsmenn geta keypt miða í forsölu á 500 kr. fram að áramótum. Eftir það verða allir miðar seldir á 650 kr. Hér gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Miðað við aðsókn á fyrri blót er um að gera að tryggja sér miða í tíma.

Félagsmenn sem nýta sér forsölumiðana verða að hafa borgað 2017 félagsgjaldið. Hægt er að ganga frá því samtímis. Mikilvægt að símanúmer og rétt heimilisfang félagsmanns komi fram í tölvupóstinum, einnig að tekið sé fram hvort um sé að ræða einstaklings- eða fjölskyldumiða. Félagsgjaldið gildir einungis fyrir félagsmenn.

Félagsmenn sem vilja tryggja ser miða í tíma senda tölvupóst á isioslo@gmail.com merkt Þorrablót 2018.

Eftir ad félagsmenn hafa nýtt sér forsöluna verða miðar seldir á 650 kr. Ef pláss leyfir verða seldir miðar á ballið á 250 kr. eftir áramót. Nánar auglýst síðar.

Góða skemmtun
Stjórnin.

Comments are closed.