Skráð þann admin | janúar - 5 - 2015 | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót 2015

Þann 14. febrúar verður hið árlega þorrablót Íslendingafélagsins í Oslo haldið á Fabrikken Dronningens gate 4, Oslo

Húsið opnar kl. 18:00, dagskrá hefst kl. 18:30 og borðhald 18:45. Allar líkur eru á að dansleikur hefjist upp úr kl. 21 og lýkur honum síðan kl. 01:30.

Miðasala er hafin á heimasíðu Íslendingafélagsins í Osló, undir Þorrablót. Miða þarf að panta eigi síðar en 31. janúar til að tryggja að nægur matur verði til staðar.

Miðaverð er 450 nok fyrir félagsmenn (Ef þú ert ekki félagi getur þú skráð þig á heimasíðu félagsins) og 600 nok fyrir utanfélags

Happdrættið verður á sínum stað þar sem dregin verða út nöfn gesta blótsins.( Því er nauðsynlegt að skrá nöfn gestanna þegar miðarnir eru pantaðir.) Vinningar eru ekki af verri endanum en þar má meðal annars nefna gjafabréf frá Icelandair.

Á þorrablótinu verður ljúffengur íslenskur þorramatur framreiddur af mikilli ást og alúð. Hljómsveitin Made in Sveitin med Hreim Örn Heimisson i fararbroddi heldur uppi stuðinu.

Það er http://www.icelandair.no sem hjálpar okkur að koma hópnum yfir hafið

Comments are closed.