Skráð þann admin | janúar - 1 - 2013 | Slökkt á athugasemdum við Þorrablót 2. febrúar 2013

Þann 2. febrúar 2013 verður svo haldið hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Osló.  Skemmtunin verður haldin á nýjum stað í ár en það er Eurotekhallen í Osló. Næg bílastæði eru þar og svo er stutt í almenningssamgöngur. kort yfir gönguleið frá t-bane hér.

Húsið opnar kl 19:00 og hefst borðhald kl 19:30

Miðar á ballið eru borgaðir á staðnum, ballgestum hleypt inn kl 22:05

Húsið lokar kl. 02:30

Blótið verður með hefðbundnu sniði og mun hljómsveitin Vinir vors og blómasjá um dansiballið  og að sjálfsögðu mætir Eiríkur Hauks á svæðið.

Berglind Magnúsdóttir söngkona mun syngja fyrir þorrablótsgesti.  Einnig mun Ískórinn syngja nokkur lög, kórinn hefur verið við stífar æfingar undanfarið og er nú tilbúinn ad láta okkur heyra afraksturinn.

Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi Fjallabróðir Gísli Ægir Ágústsson sem vakið hefur gríðarlega kátínu sem stjórnandi þorrablóta um allan heim.

Miðasalan er komin á fullt, fyrstur kemur fyrstur fær.  Skráning í matinn er hér : http://islendingafelagid.no/?page_id=1032

Enn sem komið er fresturinn til að skrá sig í matinn settur til 28.janúar.  Eftir skráningu er reikningurinn sendur út á tölvupósti og er ætlast til að hann sé borgaður áður en blótið hefst.

Það verður sala á bjór, víni og gosi á staðnum.

Icelandair, flugfélag allra landsmanna, gefur happadrættisvinninga ásamt fleirum.

 

 

 

 

 

Comments are closed.