Skráð þann admin | júní - 17 - 2017 | Slökkt á athugasemdum við Þjóðhátíðarskemmtun á Scotsman 17. júní 2017 kl. 19.00

Íslendingafélagið býður til Þjóðhátíðar skemmtunar á 2. hæð Scotsman að kvöldi 17. júní.

Dagskrá verður einnig um daginn í Nordberg kirkju eins og hefð er fyrir, sú dagskrá auglýst sér.

Staðurinn opnar kl. 19 og við munum vera með staðinn útaf fyrir okkur fram til kl. 23. Eftir það opnar staðurinn fyrir almenning en við höldum að sjálfsögðu áfram að skemmta okkur saman þrátt fyrir það.

Ómar Diðriksson og Rúnar Þór Guðmundsson munu spila fyrir skemmtun og dansi með alla klassísku íslensku slagarana en einnig erlend lög. Þeir hafa spilað saman í mörg ár, m.a 14 ár á Hótel Rangá svo óhætt er að lofa svaka stuði!

Sjáumst í þjóðhátíðarskapi 😉

Comments are closed.