Íslendingafélagið í Osló er elsti starfandi félagsskapur Íslendinga í Noregi.  Það var stofnað 1. desember 1923.

Íslendingafélagið hefur það að markmiði að efla samheldni og félagslíf, og vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna.  Allir Íslendingar búsettir í Noregi geta gengið í félagið. Einnig geta aðrir sem sýna íslenskum málefnum áhuga, líka gengið í félagið. Skráning í félagið

Í dag eru um 400 meðlimir skráðir í félagið. Íslendingafélagið stendur fyrir þjóðhátíðarskemmtun ár hvert í samstarfi við íslenska söfnuðinn í Noregi. Þorrablót er fastur liður og hefur aðsókn vaxið ár hvert. Félagið sendir út rafrænt fréttabréf regluleg, skráning til að fá fréttabréf

Með virku félagslífi og þátttöku félagsmanna getur félagið boðið upp á ýmsa aðra skemmtun. s.s. félagsvist, tónleika, skötukvöld, Saltkjöt og baunir, eða annað sem félagsmenn hafa áhuga á.

Til að halda uppi góðu félagsstarfi er nauðsynlegt að fá inn sjálfboðaliða við ýmiss tækifæri.  Skráning sem sjálfboðaliði

Eitt af aðalsmerkjum félagsins er Íslendingahúsið við Norefjell. Húsið er einstaklega fallegt og rúmgott. Það liggur undir fjallinu Norefjell sem er eitt af vinsælustu skíðasvæðum í Noregi og rétt við vatnið Kröderen.   verðskrá og bókunarsíða Norefjellshúsins.

Félagið á og rekur húseignina Íslendingahúsið við Norefjell sem keypt var 1967. Miklar endurbætur hafa verið gerðar í húsinu síðan, nánast eingöngu af félagsmönnum.

Íslendingafélagið leggur metnað sinn í gott samstarf með öðrum félögum Íslendinga í Ósló og nágrenni. Tölvupóstur: isioslo@gmail.com

Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur verið dyggur samstarfsaðili Íslendingafélagsins í gegnum tíðina.