islendingafelagidStaðsetning og leiðarlýsing
Heimilisfang hússins er Ringnesveien 609, 3536 Noresund.
Húsið stendur við vatnið Krøderen, nálægt kauptúninu Noresund. Þangað er u.þ.b. 1 ½klst. akstur frá Osló eða um 90 km.

Akið E18 að Sandvika og þaðan er beygt inn á E16 til Hønefoss.

Þegar komið er rétt framhjá Hønefoss er beygt inn á veg 7 og ekið eftir honum að Noresund.

Í Noresund er fylgt skiltum til Norefjell og beygt út af vegi 7 til vinstri. Keyrt er yfir brúna og meðfram vatninu. Ekki beygt eins og verið sé að fara upp á fjall. Þessum vegi er fylgt í ca 10 mín. þar til komið er að Íslendingahúsinu sem er fallegt, hvítt, og myndarlegt hús hægra megin við veginn.

Þeir sem eru í vandræðum eftir að hafa komið með rútu þá er hægt að hafa samband við:
Krødsherad Taxi V / Geir A Finnevolden, 3536 Noresund, taxi / Minibuss, Tlf. 93 45 52 52

Húsið og umhverfi þess:
Stærð og umhverfi hússins gerir það sérstaklega aðlaðandi fyrir fjölskyldur og hópa. En hver og einn nýtur þess að vera á þessum frábæra stað og kynnast Íslendingum og vinum þeirra sem koma víðsvegar að. Hægt er að panta svefnpláss eða taka allt húsið á leigu.

Á 1. hæð eru: stór salur, stór setustofa, eldhús með tveimur eldavélum, tveimur ísskápum og uppþvottavél.

Á 2. hæð eru tvö stór fjölskyldusvefnherbergi með hjónarúmi, kojum og annað með rimlarúmi en hitt með auka rúmi. Tveir svefnsalir eru að auki á hæðinni, annað með plássi fyrir 10 manns og hitt fyir 12 manns í kojum, auk lítils herbergis med koju. Einnig er salerni á hæðinni. Alls eru 32 rúm á 2. hæð.

Í kjallaranum eru: arinstofa, gufubað, tvær sturtur og tvö salerni, búningsherbergi, þvottahús með þvottavél, þurrkskápur og þurrkrými.

Sveitasæla og fögur náttúra einkenna umhverfi hússins. Í næsta nágrenni þess er margt að skoða.
Að sumarlagi er hægt að fara í gönguferðir um nálæg fjöll eða í bátsferðir á vatninu. Fínn 18 holu golfvöllur er í aðeins 5 mínútna aksturs fjarlægð. Hægt er að taka gamla járnbrautarlest frá Krødern til Vikersund, fara í hestaferðir, heimsækja bjarndýragarð o.fl.

Að vetrarlagi er hið þekkta skíðasvæði Norefjell í göngufæri frá húsinu.

Hægt er að kíkja á heimasíðuna www.norefjell.com þar sem ýmsar upplýsingar um skíðasvæðið í Norefjell er að finna . Einnig eru ýmsar upplýsingar á http://www.visitnorefjell.no/