Skráð þann admin | október - 9 - 2012 | Slökkt á athugasemdum við Halloween Party

Þann 27 október nk. mun félagið standa fyrir Halloween party.  Þar verða veitt verðlaun fyrir frumlegustu og fallegustu búninga í karla og kvennaflokki að mati dómnefndar sem enn á eftir að skipa.  Ekki verður keppt í öðrum flokkum.  Þeir sem vilja vera í dómnefnd eða telja sig á einhvern hátt geta lagt eitthvað að mörkum við partý þetta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við félagið hið snarasta.  Félagið býst að sjálfsögðu við ara grúa umsókna um stöður þessar.  Húsið mun opna kl. 21:00 að staðartíma í Osló, opið verður svo lengi sem menn nenna en þó ekki lengur en til kl. 03:00 eftir miðnætti.  Staðsetning er sem fyrr á efri hæð Peoples bar á Arbeidssamfunnplass 1.  Enn sem komið er er félagið þó á höttunum eftir hentugra húsnæði til almennra hittinga svo sem bjórkvölda og partýstands af öllu tagi.  Félagið er opið eins og ávalt fyrir ábendingum um skemmtilega staði sem hentað getað drykkju og skemmtanavenjum landans.

Comments are closed.