Skráð þann admin | maí - 27 - 2014 | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð framhaldsaðalfundur Íslendingafélagsins í Osló 27. maí 2014

Framhaldsaðalfundur Íslendingafélagsins í Osló 27. maí 2014 kl.18:00

Formaður, María Matthíasdóttir bauð fundarmenn velkomna.
Fundarstjóri er Sigurður Rúnarsson

1. Skýrsla formanns – Guðmundur Ásmundsson
sjá skýrslu formanns
Skýrslan vara samþykkt af fundarmönnum

2. Ársreikningar – Guðmundur Ásmundsson lagði þá fram
sjá reikning
Skýrslan var samþykkt af þorra fundarmanna

3. Fjárhagsáætlun
Guðmundur Ásmundsson er byrjaður að vinna að henni, mun verða sent í tölvupósti

4. Ársgjöld næsta árs ákveðin
Lagt er til að halda þeim óbreyttum, þ.e. fjölskyldugjald kr. 300 og einstaklings kr. 220
Samþykkt af fundarmönnum

5. Skoðunarmenn reikninga
Á síðasta ári var kosin nn til 2 ára Elín Arndís Gunnarsdóttir
Til viðbótar býður sig fram Elín Gylfadóttir. Er samþykkt með lófataki.

6. Önnur mál
– Fjölskyldunefnd leggur fram starfsáætlun. Á árinu men verða kannað hvort hægt sé að
fá opinbera styrki tl starfsins og að athuga með unglingastarf. Fráfarandi formaður
þakkaði nefndinni fyrir vel unnin störf síðasta ár. sjá skýrslu fjölskyldunefndar

-Borin er fram svohljóðandi tillaga:
Tillaga um að selja allt nema höfuðstól þeirra hlutabréfa sem að félagið á eða upp að
tveimur þriðju hlutum og leggja inn á eigin framkvæmdasjóð til að hafa fyrir stærri
ófyrirsjánlegum útgjöldum á húsi íslendingafélagsins við Norefjell.
Allur „Ágóði“ af húsinu verði svo lagður inn á þann reikninging.
Tillagan er samþykkt af fundarmönnum.

– Ársskýrsla húsnefndar
sjá skýrslu
María Matthíasdóttir kynnti hana.
Umræður: Ekki eru allir sáttir við að þurfa að greiða fyrir húsið með minnst 3 mánaða
fyrirvara en eru til í að greiða staðfestingargjald. Húsnefnd tekur til greina ef fólk hefur
samband og biður um að láta skipta niður greiðslunni.
Skýrslan samþykkt af fundarmönnum
Ekki fleira tekið á dagskrá

Fundarstjóri þakkar góðan fund og slítur honum kl. 19:10

Jónína Margrét Arnórsdóttir

Comments are closed.