Íslendingafélagið hefur það að markmiði að efla samheldni og félagslíf, og vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna. Allir Íslendingar búsettir í Noregi geta gengið í félagið. Einnig geta aðrir sem sýna íslenskum málefnum áhuga, líka gengið í félagið.
Í dag eru um 400 meðlimir skráðir í félagið. Íslendingafélagið stendur fyrir þjóðhátíðarskemmtun ár hvert í samstarfi við íslenska söfnuðinn í Noregi. Þorrablót er fastur liður og hefur aðsókn vaxið ár hvert. Með virku félagslífi og þátttöku félagsmanna getur félagið boðið upp á ýmsa aðra skemmtun. s.s. félagsvist, tónleika, skötukvöld, Saltkjöt og baunir, eða annað sem félagsmenn hafa áhuga á. Símanúmer formannsins er: +47 40496844 og e-mail isioslo@gmail.com.
Eitt af aðalsmerkjum félagsins er Íslendingahúsið við Norefjell. Húsið er einstaklega fallegt og rúmgott. Það liggur undir fjallinu Norefjell sem er eitt af vinsælustu skíðasvæðum í Noregi og rétt við vatnið Kröderen.
Íslendingafélagið í Osló er elsti starfandi félagsskapur Íslendinga í Noregi.
Það var stofnað 1. desember 1923.
Félagið á og rekur húseignina Íslendingahúsið við Norefjell sem keypt var 1967. Miklar endurbætur hafa verið gerðar í húsinu síðan, nánast eingöngu af félagsmönnum.
Íslendingafélagið leggur metnað sinn í gott samstarf með öðrum félögum Íslendinga í Ósló og nágrenni.
Íslendingafélagid hefur verið í mjög góðu samstarfi vid íslenska söfnuðinn i Noregi.