Koma og brottför er kl. 14:00

Hægt er að leigja allt húsið eða einstök svefnpláss, lokað er fyrir leigu á öllu húsinu eftirfarandi tímabil.

 • Vetrarfrí og helgar fyrir og eftir.
 • Páskafrí frá föstudegi fyrir pálmasunnudag til annars í páskum.
 • Haustfrí og helgar fyrir og eftir.
 • Hámarksleigutími er vika í senn, nema í samráði við húsnefnd.

Húsnefnd getur tekið ákvörðun um að leigja út allt húsið á þessum tímum.

Eftirfarandi reglur gilda um leigu á húsinu (reglur og leiðbeiningar hanga uppi í húsinu):

 • Reykingar eru alfarið bannaðar í húsinu.
 • Alfarið er bannað að hlaða rafmagnsbíla við húsið.
 • Húsinu skal skilað hreinu og leigutaki er ábyrgur fyrir þrifum og að húsreglum sé fylgt.
  Verði misbrestur á þessu áskilur Íslendingafélagið í Oslo sér rétt til að krefja leigutaka um greiðslu sem nemur þeim kostnaði sem skortur á þrifum hefur í för með sér fyrir félagið.
 • Við brottför skal alltaf loka fyrir vatn og stilla alla ofna og varmapumpu eins og leiðbeiningar sem hanga uppi í húsinu segja til um.
 • Leyfilegt er að hafa hunda í húsinu þegar allt húsið er bókað eða ef allir sem eiga bókað hafa samþykkt hundinn. Þeir mega ekki vera í betri stofunni eða upp í rúmum og öll svæði sem hundurinn hefur verið á skulu vera sérstaklega vel þrifin.
 • Húsið á að vera tilbúið fyrir næsta leigjanda kl . 14:00. Hægt er að hafa samband við húsnefnd á  norefjellhuset@hotmail.com  hvor sé möguleiki á að vera lengur eða koma fyrr.

Þegar bókað er:

 • Tilgreinið fjölda gistiplássa og skiptingu fullorðinna og barna undir 16 ára.
 • Takið fram hvort þið eruð skráð í félagið , til að geta leigt húsið á verði fyrir félagsmenn þarf að hafa verið skráður í félagið í minnst sex mánuði og hafa greitt árgjaldið.
 • Veljið á milli að bóka allt húsið eða bóka svefnpláss.
 • Reikningur er sendur á það tölvufang sem gefið er upp við bókun.
 • Bókun er ekki staðfest fyrr en búið er að greiða leiguna.