Bókanir í Norefjell húsið.

Ekki er hægt að leigja allt húsið (bara svefnpláss) eftirtalin tímabil:
■Vetrarfrí – og helgarnar fyrir og eftir
■Páskafrí – frá föstudegi fyrir pálmasunnudag til miðvikudags eftir páska
■Haustfrí – og helgarnar fyrir og eftir
■Milli jóla – og nýárs

Húsnefnd getur tekið ákvörðun um að leigja allt húsið á þessum tímum.

Eftirfarandi reglur gilda um leigu á húsinu:

  • Reykingar eru alfarið bannaðar í húsinu.
  • Húsinu skal skila hreinu og er leigutaki ábyrgur fyrir þrifum og að húsreglum sé fylgt.
  • Við leigu á öllu húsinu á það að vera tilbúið fyrir komu næsta leigjenda 14.00.  Hægt er að hafa samband við húsnefnd á norefjellhuset@hotmail.com til að athuga hvort það sé möguleiki á að vera lengur (ef húsið er ekki leigt út sama dag).
  • Leyfilegt er að hafa hunda í húsinu þegar allt húsið er bókað en með þeim skilyrðum að þeir séu ekki í betri stofunni og að öll svæði sem hundur hefur veriið á séu sérstaklega vel þrifin.
    • við bókun á svefnplássum verður eigandi hundsins að fá leyfi frá öllum þeim sem eiga bókun á sama tíma.

***

Tilgreinið fjölda gistiplássa sem taka á frá, skiptingu barna og fullorðinna.  Taka þarf fram hvort þú sért meðlimur í Íslendingafélaginu eður ei.

Valið er á milli :
1. bóka svefnpláss
2. bóka allt húsið.

Bókun á allt húsið er ekki staðfest fyrr en búið er að borga leiguna.  Reikningur er svo sendur á það tölvufang sem skráð er fyrir bókuninni.