Yfirlit

12 apr 2015

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Osló Ólafíustofu 10. apríl 2015 kl. 18:00 Fundargerð aðalfundar Íslendingafélagsins í Osló 2015 Skýrsla stjórnar 2015.docx – Ársskýrsla húsnefndar 2014 Framhaldsaðalfundur 11. maí 2015  

framhald
5 apr 2014

Almenn aðalfundarstörf Kosningar: formaður til eins árs og 2 stjórnarmenn til 2 ára Eins vantar fólk í fjölskyldu-, hús- og skemmtinefnd Tilkynningar um framboð til formanns, stjórnar eða í nefndir sendist á isioslo@gmail.com Húsið opnar kl. 17 og boðið verður upp á súpu og brauð fyrir fundinn sem hefst kl 18   Dagskrá aðalfundar Íslendingafélagsins í Osló 8. apríl 2014 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningar lagðir fram 3. Ársgjöld næsta árs ákveðin 4. Stjórnarkjör 5. Kjör í fastanefndir 6. Tveir skoðunarmenn reikninga kjörnir 7. Önnur mál

framhald
27 jan 2014

Sunnudaginn þann 5. janúar birtust álfakóngur, drottning, prinsessa og prins til að kveðja jólin að íslenskum sið við Lambertseter skole. Farin var stutt blysför og svo var eldur tendraður í lítilli brennu. Fólk safnaðist þar saman og söng nokkur lög. Einhverjir gestir tóku með sér flugelda og skutu upp. Þarna mættu um 70 manns á öllum aldri og er þessi atburður því kominn til að vera og munu væntanlega fleiri vættir hafa frétt af þessu næst og mæta til að vera með okkur. Kærar þakkir til þeirra sem hjálpuðu við að koma þessu á laggirnar.

framhald
27 jan 2014

Það var haldið annan dag jóla í samstarfi við Íslenska söfnuðinn að vanda. Má segja að samkoman hafi heppnast afar vel þótt full þröngt hafi verið um þessa 300 sem mættu. Gestirnir hittu jólasvein sem gaukaði góðgæti að börnunum, sungu jólalögin og gæddu sér á gómsætum veitingum. Félagið sendir bestu þakkir til þeirra sem lögðu hönd á plóg til að gera þessa stund svo skemmtilega.

framhald