Yfirlit

10 apr 2019

Kæru Íslendingar. Þá er komið að vorverkum félagsins, aðalfundi Íslendingafélagsins í Oslo. Samkvæmt lögum félagsins skal boða til fundar með amk. fjögurra vikna fyrirvara. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 19:00, að Feltspatveien 29, 1055 Oslo (Krystallen Treffsenter). Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirtalin mál: A. Skýrsla fráfarandi stjórnar. B. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram. C. Lagabreytingar. D. Ársgjöld næsta árs ákveðin E. Stjórnarkjör samkvæmt gr. 4.1. F. Kjör í nefndir. G. Tveir skoðunarmenn reikninga kjörnir. H. Önnur mál. Í stjórn skal kjósa formann, gjaldkera og 3 meðstjórnendur, en enginn í núverandi stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi  [ Read More ]

framhald
23 jan 2019

Hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins í Osló verður haldið þann 23. februar 2019 í Sagene Festivitetshus. Hljómsveitin Eitthvað Gamalt og Gott ásamt gestasöngvurum mun halda uppi stuðinu eins og þeim einum er lagið. Veislustjóri í ár er enginn annar en Ingvar Jónsson (Papi), hann er einn af vinsælustu veislustjórum á Íslandi í dag. Fjöldasöngurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað með öllu tilheyrandi. Skipuleggjandi þorrablótsins í ár auk Íslendingafélagsins í Osló er Guðmundur Gíslason (Gummi Gísla), en hann er nú með okkur í 14 skiptið. Borðin munu svigna undan gæðamat frá landinu góða. Happadrættið verður á sínum stað eins og venjulega  [ Read More ]

framhald
12 jún 2018
10 jún 2018

Í ár fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands og einnig 95 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló. Af því tilefni höfum við ákveðið að breyta um staðsetningu á hátíðarhöldunum og eru þau haldin í samvinnu við „Íslenskir sumardagar á SALT“. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 12:00 Mæting við Tordenskjoldstyttuna á ráðhúsplaninu, þaðan sem gengið verður niður að SALT með fjallkonuna og lúðrasveit í broddi fylkingar. Einar Traustason, formaður Íslendingafélagsins í Osló setur hátíðina og að því loknu mun Dóra Þórhallsdóttir kynnir hátíðarinnar taka við keflinu. Fjallkonan flytur ljóð. Sendiherra Íslands í Osló flytur ræðu dagsins. Þjóðsöngurinn í flutningi Ískórsins. Einar Traustason, formaður ÍO  [ Read More ]

framhald