Skráð þann admin | maí - 27 - 2014 | Slökkt á athugasemdum við Ársskýrsla húsnefndar 2013

Ársskýrsla húsnefndar 2013 :

 

Það voru tvær vinnuferðir, ein stærri að vori og ein að hausti.  Í vorferðinni var húsið þrifið hátt og lágt, útisvæðið girt og gert barnvænna. Ónýt garðhúsgögn tekin úr umferð og garðurinn snyrtur.  Skipt var um einn ísskáp, þvottavél og nýtt brunakerfi sett upp og tekið í notkun.

Gengið var frá nýju rotþrónni og garðurinn sléttaður og sáð grasfræi.  Sú vinna var í höndum Gunnars Golberg og á enn eftir að klára að borga seinasta reikning frá honum  fyrir þessar framkvæmdir.

Það brotnuðu tveir gluggar í desember og var smiður á svæðinu fenginn til að skipta um gler.

Húsið var mjög vel bókað um veturinn en mætti vera meira yfir sumartímann.  Tvær helgar voru ónýttar vegna afbókunar á síðustu stundu og ákvað því húsnefndin að hafa þriggja mánaða fyrirvara á greiðslu fyrir húsið til að staðfesta bókina.  Ef ekki er greitt eða haft samband við húsnefnd þá fellur bókunin frá.

 

Kostnaður 2013 :

fastur kostnadur

47882,5

vidhald

73332,9

Kostnaður alls:

121215,4

Tekjur ca                              116.000

Kostnaðar áætlun 2014

fastur kostnadur ca

50.000

Vidhald ca

50.000

Kostnaður ca  :

100.000

Tekjur ca

130.000

 

 

Kostnaður fyrir rotþró var ákveðið að halda fyrir utan bókhald húsins vegna stærðar reikningsins og kemur fram á reikningi félagsins.  Hins vegar er það stefna húsnefndar að hafa eigin sjóð fyrir húsið þar sem tekjuafgangur húsins verður lagur inn til að spara upp fyrir stærri verkefnum í framtíðinni.

Comments are closed.