Skráð þann admin | apríl - 10 - 2019 | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Íslendingafélagsins í Oslo árið 2019

Kæru Íslendingar.

Þá er komið að vorverkum félagsins, aðalfundi Íslendingafélagsins í Oslo. Samkvæmt lögum félagsins skal boða til fundar með amk. fjögurra vikna fyrirvara.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. maí kl. 19:00, að Feltspatveien 29, 1055 Oslo (Krystallen Treffsenter).

Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirtalin mál:

A. Skýrsla fráfarandi stjórnar.
B. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram.
C. Lagabreytingar.
D. Ársgjöld næsta árs ákveðin
E. Stjórnarkjör samkvæmt gr. 4.1.
F. Kjör í nefndir.
G. Tveir skoðunarmenn reikninga kjörnir.
H. Önnur mál.

Í stjórn skal kjósa formann, gjaldkera og 3 meðstjórnendur, en enginn í núverandi stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Með kveðju Stjórn Íslendingafélagsins í Oslo

Comments are closed.