Bærum 16.05.2021

Kæru landar, mér er það til skildunar borið að láta aðeins í mér heyra er brotið er á löndum okkar búsettum í Noregi. Þannig er að svo virðist sem íslenskum borgurum sé mismunað hrikalega við landamæra eftirlit og sett í sóttkví þrátt fyrir að farið sé eftir öllum reglum um skráningu eða staðfestingu nauðsynja ferðar sem komið er úr. Í reglum sem þeir birta á vef helsenorge er talað um að koma frá gulu eða EU,EFTA/Sviss að þá þurfi ekki sóttkví en ef nánar er að gáð er þetta eitthvað á huldu þar sem þeir túlka þetta á marga vegu. Einnig hefur heyrst að þeir taki jafnvel ekki gilt sitt eigið vottorð um bólusettningu þar segir jú að ert þú bólusett/ur er þér heimilt að ferðast án sóttkvíar innan EU/EFTA og Schengen. Því er það mín ósk að þið kæru landar kannið vel og vandlega allar þær reglur sem í gildi eru á hverjum tíma þið ferðist og hafið þær jafnvel með ykkur útprentaðar á ykkar ferðalögum. Einnig er það mín von að þessi óróleiki róist nú er nær dregur sumri og við fáum um frjálst höfuð strokið á ferðum okkar í sumar. Læt fylgja með hlekk inná helsenorge.no https://www.fhi.no/…/reiserad-knyttet-til-nytt…/…

Með ósk um ánæjulegt sumar

Kær kveðja

Eyjólfur Magnússon
Formaður Íslendingafélagsins í Oslo