Skráð þann admin | júní - 10 - 2018 | Slökkt á athugasemdum við 17 júní hátíðarhöld í Oslo 2018

Í ár fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands og einnig 95 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló.
Af því tilefni höfum við ákveðið að breyta um staðsetningu á hátíðarhöldunum og eru þau haldin í samvinnu við „Íslenskir sumardagar á SALT“.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 12:00 Mæting við Tordenskjoldstyttuna á ráðhúsplaninu, þaðan sem gengið verður niður að SALT með fjallkonuna og lúðrasveit í broddi fylkingar.

Einar Traustason, formaður Íslendingafélagsins í Osló setur hátíðina og að því loknu mun Dóra Þórhallsdóttir kynnir hátíðarinnar taka við keflinu.

Fjallkonan flytur ljóð.

Sendiherra Íslands í Osló flytur ræðu dagsins.

Þjóðsöngurinn í flutningi Ískórsins.

Einar Traustason, formaður ÍO heiðrar Íslendinga í Osló fyrir merk störf í þágu ÍO og 95 ára afmælis ÍO verður minnst í umsjá Þórhalls Guðmundssonar.

Ómar Diðriksson flytur nokkur lög.

Töfrakona mætir á svæðið.

Barnadagskrá í umsjá Íslenska safnaðarins þar sem m.a. verður boðið uppá andlitsmálningu og leiki.

Við verðum með til sölu m.a. SS pylsur, harðfisk, íslenskt nammi, íslenska fánann, derhúfur merktar með íslenska fánanum og ýmislegt annað.

Það verður posi á staðnum, eins verðum við með vipps.

Vonum að við sjáum sem flesta og fögnum saman 17. júní, hvetjum fólk til að mæta í skrúðgönguna með íslenska fánann.

Með hátíðarkveðju
Íslendingafélagið í Osló

Comments are closed.